Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Barr (t.h.) hefur sætt gagnrýni pólitískra andstæðinga fyrir að vera sérstaklega handgenginn Trump forseta. Ummæli hans í sjónvarpsviðtali þar sem hann virtist setja ofan í við forsetann komu því á óvart. Vísir/EPA Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00