Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 13:04 Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ræðir við fréttamenn við sinn gamla vinnustað. stöð 2 Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið ákvörðun þess efnis og mun Birgir hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Hann gegndi síðast starfi forstjóra Reykjalundar en var óvænt sagt upp síðastliðið haust eftir 12 ára starf hjá stofnuninni. Á vefsíðu Ísafjarðarbæjar er greint frá ráðningu Birgis og ferill hans rakinn. Hann er fæddur árið 1963, uppalinn á Siglufirði þaðan sem hann lauk grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. Á árabilinu 1991 til 2007 var Birgir forstjóri á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Þaðan hélt hann til Reykjalundar þar sem hann gegndi stöðu forstjóra allt fram í október í fyrra. Þá var honum sagt upp nokkuð fyrirvaralaust, en segja má að uppsögn hans hafi verið ein af fyrstu stigum ólgunnar sem þjakaði Reykjalund undir lok síðasta árs.Sjá einnig: Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund, hafnaði því að nokkuð „saknæmt“ hefði átt sér stað við uppsögn hans og sagði formaður sambandsins að stjórnin hafi einfaldlega talið nauðsynlegt að segja Birgi upp, rétt eins og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Það hefur þó einnig staðið styr um stöðu bæjarstjóra á Ísafirði. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri, tók sjálfur pokann sinn nokkuð óvænt núna í upphafi árs eftir rétt rúmlega tveggja ára starf. Starfslokin komu mörgum á óvart, ekki síst vegna eftirtektarverðar framgöngu bæjarstjórans í fjölmiðlum eftir snjóflóðin sem féllu á Flateyri og í Súgandafjörð um miðjan janúar. Engar skýringar hafa fengist á uppsögn Guðmundar en opinbera ástæðan var sögð vera „ólík sýn“ á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.
Ísafjarðarbær Ólga á Reykjalundi Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. 10. febrúar 2020 11:00
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. 10. október 2019 20:30