Hættuspil hungurmarkanna Drífa Snædal skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar