Löggjafinn og Skatturinn ganga af foreldrastarfi dauðu Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:30 Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun