Lazio taplaust í deildinni í fimm mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ciro Immobile skoraði sitt 27. deildarmark á tímabilinu gegn Genoa.
Ciro Immobile skoraði sitt 27. deildarmark á tímabilinu gegn Genoa. vísir/getty

Lazio vann sinn þriðja leik í röð í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Genoa að velli, 2-3, í dag.

Lazio er enn í 2. sæti deildarinnar, nú með 59 stig, einu stigi á eftir toppliði Juventus.

Lazio hefur ekki tapað deildarleik í fimm mánuði, eða síðan 25. september á síðasta ári.

Adam Marusic kom Lazio yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Á 51. mínútu kom Ciro Immobile gestunum í 0-2. Hann er markahæstur í ítölsku deildinni með 27 mörk.

Sex mínútum síðar minnkaði Francesco Cassata muninn fyrir Genoa en Danilo Cataldi kom Lazio aftur tveimur mörkum yfir á 71. mínútu.

Domenico Criscito minnkaði muninn í 2-3 á lokamínútunni en nær komust heimamenn ekki.

Genoa er í 18. sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira