Klopp gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði mikilvægt að fólk standi saman á erfiðum tímum.
,,Fyrst og fremst þurfum við öll að vernda hvert annað. Í samfélaginu á ég við. Þetta ætti alltaf að gilda í lífinu en á tímum sem þessum er það meira en mikilvægt,“ sagði Klopp í bréfi til stuðningsmanna.
Hann sagði þá að fótbolti væri það mikilvægasta af ómikilvægustu hlutunum og að í dag skiptu fótboltaleikir engu máli.
,,Þegar þetta er val á milli fótbolta og velferðar samfélagsins, er það í raun ekki val. Í alvöru,“ bætti Klopp við.
Forseti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur séð þessi skilaboð Klopp og hrifist af þeim.
,,Þakka ykkur, Jurgen Klopp og Liverpool, fyrir góð skilaboð til heimsins. Setjum heilsu fólks í forgang, drögum úr áhættu, hugum að þeim sem minna mega sín og sínum samúð. Þetta er leiðin okkar,“ sagði forsetinn.
Thank you Jürgen Klopp and @LFC for your powerful message to the world. Put people's health first, reduce risks, care for the vulnerable and compassion: this is the @WHO way. We will win the fight against #COVID19 if we are working together. #coronavirushttps://t.co/h6uGF8ZiRJ
— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 14, 2020