Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:48 Íbúar Napólí birgja sig upp af nauðsynjavörum fyrir dvöl sína í sóttkví. Getty/KONTROLAB Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent