Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:48 Íbúar Napólí birgja sig upp af nauðsynjavörum fyrir dvöl sína í sóttkví. Getty/KONTROLAB Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30