Innlent

Ekki búið að bera kennsl á líkið

Samúel Karl Ólason skrifar
Enn er ekki talið að maðurinn hafi dáið með saknæmum hætti.
Enn er ekki talið að maðurinn hafi dáið með saknæmum hætti. Vísir/Vilhelm

Uppfært: Í upprunalegu fréttinni stóð að búið væri að bera kennsl á líkið og var þar stuðst við frétt Morgunblaðsins. Lögreglan segir ekki rétt að búið sé að bera kennsl á líkið.

Ekki er búið að bera kennsl á líkið sem fannst í Breiðholti í fyrradag. Fregnir sem bárust af því í morgun eru rangar. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kennslanefnd enn að störfum.

Unnið sé eftir hefðbundnu verklagi og það muni taka einhverja daga til viðbótar. Vonandi taki það stuttan tíma en það gæti verið lengri tími. Það sé talsvert ferli að bera kennsl á lík.

Líkið fannst í skóginum við Hólahverfi í Breiðholti og er talið að það hafi legið þar í jafnvel nokkra mánuði. Ekki er þó talið að búið hafi verið að lýsa eftir viðkomandi.

Upprunalega fréttin:

Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst í Breiðholti í fyrradag. Mögulega hefur það verið um nokkurra mánaða skeið þar sem það fannst í skóginum við Hólahverfi. Fram kemur á vef Morgunblaðsins að líkið er af eldri manni. Ekki hafði verið lýst eftir honum.

Þá er enn ekki talið að maðurinn hafi dáið með saknæmum hætti.

Það var maður sem gekk fram á líkið í skóginum í fyrradag. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×