Paul George sá fyrsti í 60 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 17:00 George spyr eflaust Luka hvernig hann fari að því að setja öll þessi skot niður þrátt fyrir meiðsli er þeir mætast næst. Ashley Landis/Getty Images Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30