Paul George sá fyrsti í 60 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 17:00 George spyr eflaust Luka hvernig hann fari að því að setja öll þessi skot niður þrátt fyrir meiðsli er þeir mætast næst. Ashley Landis/Getty Images Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti