Tungumálatöfrar Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun