Segir Tottenham-þættina vera meiri sápuóperu heldur en heimildarþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 07:00 'All or Nothing: José Mourinho´ væri ef til vill betra nafn fyrir þættina sem sýndir eru á streymisveitunni Amazon Prime. Will Oliver/Getty Images Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Síðasta leiktíð hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur var vægast sagt skrautleg. Maurico Pochettino var látinn taka poka sinn þann 21. nóvember á síðasta ári og tók José Mourinho við stjórnartaumum félagsins. Gengið innan vallar var upp og ofan en félagið hafði komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Ofan á allt þetta höfðu forráðamenn félagsins leyft streymisveitunni Amazon að taka allt sem gerðist utan vallar upp og gera í kjölfarið heimildarþætti. Kevin Palmer, íþróttafréttamður hjá enska miðlinum Independent, hefur nú líkt þáttunum við sápuóperu frekar en heimildaþætti. Þættirnir kallast ´All or Nothing: Tottenham Hotspur´ og eflaust hefur Daniel Levy – formaður Tottenham – vonast til þess að þættirnir myndu hafa sömu áhrif og þeir höfðu á Manchester City tímabilið 2017/2018. City vann deildina og braut 100 stiga múrinn, fyrst allra liða í ensku úrvalsdeildinni. It s been the most talked about TV event of the week, but what are we to make of the Jose Mourinho show on Amazon. This for @IndoSport https://t.co/Cvn60Na8T4 #THFC pic.twitter.com/jl4ost4FI3— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) September 2, 2020 Þó enginn hafi reiknað með því að Tottenham yrði á toppi deildarinnar þá hafði liðið verið við toppinn undanfarin ár og Levy hefur mögulega vonast til þess að þættirnir myndu gefa halda leikmönnum á tánum. Annað átti eftir að koma á daginn. Svo virðist líka sem mörg atriði þáttanna séu einfaldlega leikin. Til að mynda atvikið hér að neðan. Þetta er eitthvað sem á frekar heima í sápuóperu heldur en heimildaþætti. This is so funny!!!! You just have to love Jose Mourinho pic.twitter.com/y3AWRnaJzc— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) August 31, 2020 Áhorfendur fá að sjá hvernig Mourinho talar um og við leikmenn sína. Hann tekur Dele Alli til að mynda á teppið. Mourinho talar við enska framherjann Harry Kane og segir honum að allir hans villtustu draumar geti orðið að veruleika fari framherjinn eftir leiðbeiningum sínum. Undrunarsvipur margra leikmanna við ræðum Mourinho er eitthvað sem vekur sérstaka athygli. Það virðist sem Mourinho – sem hefur unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en Tottenham frá stofnun félagsins - nái einfaldlega ekki til leikmanna sinna. Fór það svo að þeir töpuðu nær öllum mikilvægustu leikjum sínum og náðu á endanum ekki Meistaradeildarsæti. Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem það gerist. Mourinho telur Kane góðan en sig betri.Tottenham Hotspur FC/Getty Images Þá talar Mourinho sjálfan sig upp og segir ítrekað við leikmenn að þeir þurfi að fara Mourinho-leiðina til að ná árangri. Í endanum á grein sinni segir Palmer einfaldlega að þættirnir séu meira um José Mourinho heldur en Tottenham. Sannkölluð sápuópera frekar en heimildarþættir um langt, strembið og súrt tímabil Tottenham.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn