Apple kynnir ný tæki og tól Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 12:43 Kynningin hefst klukkan fimm í dag. AP/Mary Altaffer Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Apple Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu. Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður. Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld. Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“. watch on YouTube Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags. AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple. Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir. Þetta eru þó eingöngu vangaveltur. Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple. Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Apple Tækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira