Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 13:00 Tiktok er vinsælt myndbandadeiliforrit. Bandarísk stjórnvöld saka það um að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn fyrir Kína. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega. Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega.
Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira