Grikkinn Giannis Antetokounmpo – leikmaður Milwaukee Bucks - var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Valið var tilkynnt fyrr í kvöld.
— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) September 18, 2020
Hér er aðeins að ræða um hefðbundna deildarkeppni en Bucks duttu óvænt út úr úrslitakeppninni er liðið tapaði samtals 4-1 gegn Miami Heat. Giannis og félagar höfðu verið besta lið deildarinnar – bæði Austur og Vestur – á meðan deildarkeppninni stóð en þegar NBA-kúlan í Disney World hófst fór allt í baklás.
Liðið var með 56 sigra og 17 töp áður en úrslitakeppnin hófst.
Giannis er 11. leikmaðurinn sem er valinn bestur tvö ár í röð. Steph Curry gerði það síðast árin 2015 og 2016.
Bill Russell, Wilt Chamberlain, Kareem Abdul-Jabbar, Moses Malone, Larry Bird, Magic Johnson, Michael Jordan, Tim Duncan, Steve Nash, LeBron James, Stephen Curry.
— NBA History (@NBAHistory) September 18, 2020
Giannis Antetokounmpo joins an impressive list of back-to-back #KiaMVP Award winners! #NBAVault pic.twitter.com/oTnxOa8VZS
Giannis skoraði 29.5 stig að meðaltali í leik, tók 13.6 fráköst og gaf 5.6 stoðsendingar. Hann er því vel að þessu kominn en það er öruggt að Grikkinn er ekki sáttur fyrr en Bucks gerir atlögu að titlinum.