Ragnheiður Elín þarf ekki að fella aspirnar á Arnarnesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 18:42 Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á kröfur nágrannanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag. Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Ragnheiði Elínu Clausen, fyrrverandi fréttaþulu til margra ára, í máli sem nágrannar hennar á Arnarnesi í Garðabæ höfðuðu gegn henni vegna tveggja stórra aspa og annars gróðurs á lóð hennar, sem þau telja skerða útsýni úr fasteign sinni. Kröfu þeirra Egils Þórs Ragnarssonar og Ásu Bjarkar Sigurðardóttur Ottesen, um að trjágróðri verði viðhaldið í þeirri hæð sem ákvörðuð yrði samkvæmt dómi, var jafnframt vísað frá en Ragnheiður Elín var sýknuð af bæði aðal- og varakröfum nágrannanna. Henni verður aftur á móti skylt að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð þeirra innan þriggja mánaða. Ragnheiður Elín var jafnframt sýknuð af kröfu þeirra um að fjarlægja rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk og ber nágrönnunum að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kröfðust nágrannar Ragnheiðar Elínar þess að hún yrði dæmd til að klippa allan trjágróður, hvaða nöfnum sem hann nefnist, á lóð hennar innan við 4 metra frá lóðamörkum fasteignar þeirra í Þrastarnesi í Garðabæ og fasteignar Ragnheiðar í Haukanesi, í að hámarki 1,8 metra hæð að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50 þúsund krónur á dag. Til vara var þess krafist að Ragnheiður Elín yrði dæmd til að klippa allan trjágróður á lóð sinni við lóðamörk fasteignar nágrannanna. Þá var þess meðal annars krafist að hún yrði dæmd til að klippa og fjarlægja trjágróður og rætur sem vaxið hafa yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð nágrannanna. Gróðurinn skerði útsýni yfir Esjuna og Snæfellsnes Í dómnum kemur fram að nágrannarnir hafi lýst því sem svo að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafi ákveðið að festa kaup á fasteign sinni í Þrastarnesi árið 2017 hafi verið útsýni í átt til Esjunnar og út á Snæfellsnes. Þau hafi orðið þess áskynja þegar gróður tók að laufgast að trén byrgðu verulega útsýnið. Þau hafi rætt við Ragnheiði Elínu um að snyrta gróðurinn en án árangurs. Þau hafi lýst sig reiðubúin til að vinna verkið á sinn kostnað en hún hafi ekki veitt samþykki fyrir því. Ragnheiður Elín byggði sýknikröfu sína meðal annars á því að hún hafi heimild til að nýta fasteign sína með eðlilegum hætti, hún eigi eignarrétt að fasteigninni sem varinn sé af stjórnarskrá og að það teljist ekki til verulegra óþæginda í skilningi nábýlisréttar að útsýni sé skert. Nágrannar hennar hafi mátt vita að hverju þau gengu við kaup á húsinu og að enginn nágranni hafi áður kvartað yfir umræddum trjágróðri „og sé því um að ræða sérstaka viðkvæmni stefnenda sem ekki beri að taka tillit til samkvæmt því sem almennt sé viðurkennt í nábýlisrétti,“ líkt og segir í dómnum. Álit tveggja skrúðgarðyrkjumeistara voru meðal gagna í málinu. Egill og Ása vísuðu til þess að fasteign þeirra sé á besta stað á Arnarnesinu. Um sé að ræða dýrt hverfi og stafi það meðal annars af „því frábæra útsýni sem þaðan sé.“ Á þessar röksemdir sem og aðrar þær sem þau báru fram féllst dómurinn ekki og Ragnheiður Elín því sýknuð af aðal- og varakröfum nágrannanna eða þeim vísað frá. Líkt og áður segir verður henni aftur á móti gert að klippa og fjarlægja gróður sem vaxið hefur yfir lóðamörk frá fasteign hennar og inn á lóð fasteignar nágrannanna innan þriggja mánaða, ellegar sæta dagsektum að fjárhæð 30.000 krónur á dag.
Dómsmál Garðabær Garðyrkja Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira