Boða ekki „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. október 2020 12:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að stöðva verði vöxt ríkisútgjalda á komandi árum en ekki sé þó verið að boða „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð með nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Hann telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. Gert er ráð fyrir rúmlega 260 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, sem rekja má til efnahagslægðarinnar sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 í morgun. Bjarni bendir m.a. á í samtali við fréttastofu eftir fundinn að bótakerfið þurfi gríðarlegan stuðning, samtals rúma 100 milljarða í ár og á næsta ári. Þá telur Bjarni réttlætanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að komast út úr ástandinu. Þetta telur hann ábyrgt og raunsætt og líklegustu leiðina til að lágmarka atvinnuleysi, hlífa heimilum og styðja fyrirtæki. Bjarni tekur þó undir það að allt sé þetta gríðarlegri óvissu háð. „Þegar við þurfum að vera með umfangsmiklar sóttvarnir í hagkerfinu okkar, þá dregur það úr umsvifum og bitnar á ríkissjóði og dregur úr neyslu. Á sama tíma þegar við náum miklum árangri í sóttvörnum, þá vex umferðin og þetta finna allir. Þetta hefur áhrif á ríkissjóð. Þess vegna held ég því til haga að við eigum mikið undir því að við náum árangri þarna.“ Ef allt gengur ekki að óskum, erum við þá að horfa á niðurskurð, skattahækkanir? Hvenær þyrfti það að koma til framkvæmda? „Umfangið á þessu er um 37 og hálfur milljarður á ári þrjú, fjögur, fimm í þessari áætlun. Árin 2023, 2024 og 2025. Þetta eru ekki háar fjárhæðir í samhengi við þær ráðstafanir sem gripið var til eftir hrun. En ég hef þá trú að með réttum ákvörðunum í dag getum við haft áhrif á hagvaxtarspár til framtíðar og þannig örvað og skapað nýtt, þannig að hagvöxtur verði meiri og dregið verulega úr þessu,“ segir Bjarni. En það er væntanlega að finna einhvers staðar niðurskurð í þessum fjárlögum. Hvar er það, hvað er helst verið að taka fyrir? „Vöxturinn á þessum rammasettu útgjöldum hjá okkur er töluvert mikill á næsta ári. Hann er upp á um sjö prósent. Það sem er nýtt er að við erum ekki að gera ráð fyrir að slíkur vöxtur verði á árunum þar á eftir. Hann er um það bil eitt prósent í þessu grunndæmi okkar. Það sem er nýtt er að það verði að stöðva vöxt ríkisútgjaldanna á komandi árum en við erum ekki að boða flatan, umfangsmikinn niðurskurð. En verkefnið fer ekki frá okkur að fara betur með peningana. Ég held það séu óteljandi dæmi um að við getum gert betur í meðferð opinbers fjár,“ segir Bjarni. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22 „Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20 Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stöðva verði vöxt ríkisútgjalda á komandi árum en ekki sé þó verið að boða „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð með nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Hann telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. Gert er ráð fyrir rúmlega 260 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári, sem rekja má til efnahagslægðarinnar sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 í morgun. Bjarni bendir m.a. á í samtali við fréttastofu eftir fundinn að bótakerfið þurfi gríðarlegan stuðning, samtals rúma 100 milljarða í ár og á næsta ári. Þá telur Bjarni réttlætanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að komast út úr ástandinu. Þetta telur hann ábyrgt og raunsætt og líklegustu leiðina til að lágmarka atvinnuleysi, hlífa heimilum og styðja fyrirtæki. Bjarni tekur þó undir það að allt sé þetta gríðarlegri óvissu háð. „Þegar við þurfum að vera með umfangsmiklar sóttvarnir í hagkerfinu okkar, þá dregur það úr umsvifum og bitnar á ríkissjóði og dregur úr neyslu. Á sama tíma þegar við náum miklum árangri í sóttvörnum, þá vex umferðin og þetta finna allir. Þetta hefur áhrif á ríkissjóð. Þess vegna held ég því til haga að við eigum mikið undir því að við náum árangri þarna.“ Ef allt gengur ekki að óskum, erum við þá að horfa á niðurskurð, skattahækkanir? Hvenær þyrfti það að koma til framkvæmda? „Umfangið á þessu er um 37 og hálfur milljarður á ári þrjú, fjögur, fimm í þessari áætlun. Árin 2023, 2024 og 2025. Þetta eru ekki háar fjárhæðir í samhengi við þær ráðstafanir sem gripið var til eftir hrun. En ég hef þá trú að með réttum ákvörðunum í dag getum við haft áhrif á hagvaxtarspár til framtíðar og þannig örvað og skapað nýtt, þannig að hagvöxtur verði meiri og dregið verulega úr þessu,“ segir Bjarni. En það er væntanlega að finna einhvers staðar niðurskurð í þessum fjárlögum. Hvar er það, hvað er helst verið að taka fyrir? „Vöxturinn á þessum rammasettu útgjöldum hjá okkur er töluvert mikill á næsta ári. Hann er upp á um sjö prósent. Það sem er nýtt er að við erum ekki að gera ráð fyrir að slíkur vöxtur verði á árunum þar á eftir. Hann er um það bil eitt prósent í þessu grunndæmi okkar. Það sem er nýtt er að það verði að stöðva vöxt ríkisútgjaldanna á komandi árum en við erum ekki að boða flatan, umfangsmikinn niðurskurð. En verkefnið fer ekki frá okkur að fara betur með peningana. Ég held það séu óteljandi dæmi um að við getum gert betur í meðferð opinbers fjár,“ segir Bjarni. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárlagafrumvarp 2021 Tengdar fréttir Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22 „Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20 Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ráðstöfunartekjur tekjulægstu hækka um tíu þúsund á mánuði Ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmlega 120 þúsund krónur á næsta ári, tíu þúsund krónur á mánuði, vegna breytinga á tekjuskatti einstaklinga með þriggja þreppa skattkerfi. 1. október 2020 11:22
„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Ágúst Ólafur Ágústsson gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn 1. október 2020 11:20
Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. 1. október 2020 10:33