Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Guðrún Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. október 2020 17:31 Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun