Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:30 Bandarísku tæknirisarnir fjórir eru sagðir vera á meðal þeirra fyrirtækja sem ESB horfir til. Getty/Chesnot Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur. Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur.
Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira