Tollasvindl Oddný Steina Valsdóttir skrifar 19. október 2020 13:23 Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun