Tollasvindl er óþolandi Ólafur Stephensen skrifar 19. október 2020 17:31 Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun