Tollasvindl er óþolandi Ólafur Stephensen skrifar 19. október 2020 17:31 Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun