Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 08:29 Bandaríkjastjórn hefur gengið fast eftir því að Evrópuríki banni búnað frá Huawei við uppbyggingu 5G-farnets. Bretar og Svíar hafa orðið við því. Vísir/EPA Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone. Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone.
Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10
Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30