Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:24 Þríeykið á einum af fyrstu upplýsingafundunum áður en tveggja metra reglan tók gildi. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira