City af­greiddi Porto í síðari hálf­leik og meistararnir niður­lægðu At­letico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Foden og Fernan Torres fagna þriðja marki City í kvöld.
Foden og Fernan Torres fagna þriðja marki City í kvöld. Paul Ellis/PA Images

Manchester City er komið með þrjú stig í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir 3-1 sigur á Porto á heimavelli en þeir ensku lentu undir í leiknum.

Luis Diaz kom Porto yfir á 14. mínútu en einungis sex mínútum síðar jafnaði Sergio Aguero úr vítaspyrnu. Staðan var 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Ilkay Guendogan skoraði annað markið úr aukaspyrnu á 65. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Ferran Torres þriðja mark City. Lokatölur 3-1.

Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos sem gerði vann 1-0 sigur á Marseille í sama riðli en leikið var í Grikklandi. Sigurmarkið skoraði Ahmed Hassan Koka á 90. mínútu.

Bayern Munchen rúllaði yfir Atletico Madrid, 4-0, en Bayern eru sem kunnugt er ríkjandi meistarar. Kingsley Coman og Leon Goretzka skoruðu tvö fyrstu mörkin í fyrri hálfleik.

Corentin Tolisso skoraði þriðja markið á 66. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Kingsley Coman fjórða mark leiksins. Lokatölur 4-0.

Inter gerði jafntefli á heimavelli gegn Borussia Mönchengladbach, 2-2. Romelu Lukaku kom Inter yfir en Ramy Bensebaini jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir klukkutímaleik.

Þeir þýsku komust svo yfi með marki Jonas Hofmann sex mínútum fyrir leikslok en aftur skoraði Lukaku og jafnaði metin í 2-2.

Atalanta heldur svo uppteknum hætti frá því á síðustu leiktíð en þeir unnu þægilegan 4-0 sigur á danska liðinu FC Midtjylland á útivelli.

Duvan Zapata, Alejandro Gomez, Luis Muriel og Aleksey Miranchuk skoruðu mörkin en þrjú fyrstu komu í fyrri hálfleik. Mikael Anderson spilaði síðustu fimm mínúturnar hjá Midtjylland.

Öll úrslit dagsins:

A-riðill:


Salzburg - Lokomotiv Moskva 2-2

Bayern Munchen - Atletico Madrid 4-0

B-riðill:

Real Madrid - Shaktar Donetsk 2-3

Inter - Borussia Mönchengladbach 2-2

C-riðill:

Man. City - Porto 2-1

Olympiakos - Marseille 1-0

D-riðill:

Ajax - Liverpool 0-1

Midtjylland - Atlanta 0-4

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira