Innlent

Allir þrír áttu að vera í einangrun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal þess sem kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt voru líkamsárás og þjófnaður.
Á meðal þess sem kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt voru líkamsárás og þjófnaður. Vísir/Vilhelm

Skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af þremur mönnum í Hafnarfirði vegna gruns um brott á sóttvarnalögum.

Að því er segir í dagbók lögreglu var einn mannanna handtekinn grunaður um hótanir og vistaður í fangageymslu.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Maður sem grunaður er um að hafa ráðist á annan mann var handtekinn og færður í fangageymslu. Sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Rétt fyrir klukkan átta var lögreglu svo tilkynnt um tilraun til ráns í söluturni í Árbæ. Maður hafði komið inn í söluturninn með eggvopn í hendi og ógnað starfsstúlku.

Að því er fram kemur í dagbók lögreglu hljóp maðurinn tómhentur af vettvangi þegar viðskiptavinir komu að.

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Lögreglan kom á vettvang og ræddi við mann sem grunaður eru um þjófnað á matvöru fyrir rúmlega 26 þúsund krónur.

Sagði maðurinn lögreglu að hann hefði ekki átt peninga til að greiða fyrir vörurnar. Lögregla ritaði vettvangsskýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×