Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Bergsveinn Ólafsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun