Geðheilsa, atvinna og menntun Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 31. október 2020 08:03 Þessi málefni, í þessari forgangsröðun, eru þrjú helstu áhyggjuefni forystu samtaka ungs fólks í OECD löndunum þegar kemur að áhrifum Covid-19 faraldursins. Geðheilbrigði ungs fólks og námsfólks hérlendis hefur lengi verið áhyggjuefni svo ekki má við miklu. Undanfarið hefur Geðhjálp staðið fyrir vitundarvakningu með 39.is og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við áhrifum COVID-19 á geðheilbrigði frá því í vor. Á opnum fundi Norðurlandaráðs um faraldurinn var forsætisráðherra Íslands innt eftir svörum við því hvað skuli gera í geðheilbrigðismálum ungs fólks. Minntist hún á auknar fjárveitingar í geðheilbrigðismál og að þannig sé stuðlað að aukinni sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu um land allt. Jákvæð og mikilvæg skref hafa verið tekin að þessu leyti með fjölgun sálfræðinga í opinberri þjónustu á heilsugæslustöðvum, spítölum og skólum. Enn of dýrt að líða illa Á sama tíma vekur furðu að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga sé ekki skýrt fjármögnuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem þó hefur verið samþykkt að setja skuli á fót af fulltrúum allra flokka á Alþingi. Það þarf að koma til móts við þá sem ekki komast að í önnur úrræði og fjármagna gefin loforð. Sálfræðingafélag Íslands og Félagsráðgjafafélag Íslands lýsa eðlilega yfir áhyggjum af því að úrræðið sé ekki fjármagnað og minnt er á að líf eru í húfi. Taka verður undir þessar áhyggjur og má hafa í huga að kannanir stúdentahreyfinga landsins gefa trekk í trekk vísbendingu um vanlíðan og töluvert álag sem faraldurinn hefur á námsfólk. Ungt fólk er oft og tíðum efnaminna og eignaminna en aðrir aldurshópar og á því fyrr í hættu á að lenda í fátækt. Sálfræðiþjónusta er dýr og hefur ungt fólk síður áunnið sér nægileg réttindi í stéttarfélögum til að geta nýtt sér sjóði þeirra til að niðurgreiða þjónustuna, þó einhverjir séu vonandi svo heppnir. Tæplega helmingur atvinnulausra eru 18-35 ára Í ofanálag við andlegt álag blasir við ungu fólki að það muni bera þungann af efnahagslegum afleiðingum þessa faraldurs á komandi árum. Atvinnuleysi er mikið en ungt fólk er tæplega helmingur atvinnulausra hér á landi, enn fleiri ef vinnandi námsfólk sem fær þó engan rétt úr atvinnuleysistryggingasjóði, er tekið með í reikninginn. Hver er framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar fyrir ungt fólk? Það eru blikur á lofti um langtímaafleiðingar faraldursins á framtíðarvinnuafl landsins. Ungt fólk sem er atvinnulaust til lengri tíma býðst færri atvinnutækifæri og lægri laun seinna á vinnuferlinum og ekki þarf að fara mörgum orðum um að atvinnuleysi hefur ekki góð áhrif á geðheilsu. Þetta helst allt í hendur. Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fyrrgreindum fundi að raunveruleg hætta er til staðar á að hluti ungu kynslóðarinnar verði skilinn eftir í þessum faraldri. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tók í sama streng og telur grundvallaratriði að skapa störf, sérstaklega í þágu ungs fólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands sagði að nýta eigi ríkisfjármálin í fjárfestingar; þannig skapist störf og að hér hafi verið lögð áhersla á nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. Á sama tíma gerir fjárlagafrumvarpið aðeins ráð fyrir að atvinnuleysi minnki um 1% milli ára og atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-35 ára, sem nemur tæplega helmingi atvinnulausra, er ekki ávarpað sérstaklega. Þær vonir sem ríkisstjórnin bindur við aðgerðirnar sem forsætisráðherra okkar minntist á skili fleiri störfum á næstunni geta því varla verið ýkja miklar. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú fer að líða að lokum haustannar þessa skólaárs. Sameiginlegt þema meðal margra samnemenda minna er að námið myndi nú ganga aðeins betur ef manni gæti bara liðið aðeins betur. Bugunin er farin að segja til sín en nám og fjárhagsöryggi fer sjaldnast saman enda fjárhagsáhyggjur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskt námsfólk tefst í námi í heilt ár eða meira. Vanlíðan og áhyggjur hafa nefnilega áhrif á virkni, flest fólk hlýtur að hafa fundið fyrir því á eigin skinni. Að draga úr vanlíðan hlýtur því ekki bara að vera heilbrigðismál heldur líka efnahags- og menntamál. Að efna loforð um greiðsluþátttöku ríkisins vegna sálfræðiþjónustu og auka þannig aðgang fólks að þjónustunni ætti að vera forgangsmál. Þá er nauðsynlegt, þegar helmingur atvinnulausra er ungt fólk, að taka atvinnuleysi ungs fólks föstum tökum. Bæði þarf að leiðrétta ósanngjarnar skerðingar á réttindum þess hluta vinnumarkaðarins sem kýs að mennta sig samhliða störfum sínum sem og að fjölga störfum handa þeim sem þegar hafa lokið sinni menntun eða kjósa að mennta sig ekki frekar. Þörf er á sértækum aðgerðum til að koma til móts við ungt fólk í þessum faraldri og sakna ég þess að staða ungs fólks hafi ekki verið greind sérstaklega. -Jóna Þórey Pétursdóttir, meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þessi málefni, í þessari forgangsröðun, eru þrjú helstu áhyggjuefni forystu samtaka ungs fólks í OECD löndunum þegar kemur að áhrifum Covid-19 faraldursins. Geðheilbrigði ungs fólks og námsfólks hérlendis hefur lengi verið áhyggjuefni svo ekki má við miklu. Undanfarið hefur Geðhjálp staðið fyrir vitundarvakningu með 39.is og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við áhrifum COVID-19 á geðheilbrigði frá því í vor. Á opnum fundi Norðurlandaráðs um faraldurinn var forsætisráðherra Íslands innt eftir svörum við því hvað skuli gera í geðheilbrigðismálum ungs fólks. Minntist hún á auknar fjárveitingar í geðheilbrigðismál og að þannig sé stuðlað að aukinni sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu um land allt. Jákvæð og mikilvæg skref hafa verið tekin að þessu leyti með fjölgun sálfræðinga í opinberri þjónustu á heilsugæslustöðvum, spítölum og skólum. Enn of dýrt að líða illa Á sama tíma vekur furðu að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga sé ekki skýrt fjármögnuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem þó hefur verið samþykkt að setja skuli á fót af fulltrúum allra flokka á Alþingi. Það þarf að koma til móts við þá sem ekki komast að í önnur úrræði og fjármagna gefin loforð. Sálfræðingafélag Íslands og Félagsráðgjafafélag Íslands lýsa eðlilega yfir áhyggjum af því að úrræðið sé ekki fjármagnað og minnt er á að líf eru í húfi. Taka verður undir þessar áhyggjur og má hafa í huga að kannanir stúdentahreyfinga landsins gefa trekk í trekk vísbendingu um vanlíðan og töluvert álag sem faraldurinn hefur á námsfólk. Ungt fólk er oft og tíðum efnaminna og eignaminna en aðrir aldurshópar og á því fyrr í hættu á að lenda í fátækt. Sálfræðiþjónusta er dýr og hefur ungt fólk síður áunnið sér nægileg réttindi í stéttarfélögum til að geta nýtt sér sjóði þeirra til að niðurgreiða þjónustuna, þó einhverjir séu vonandi svo heppnir. Tæplega helmingur atvinnulausra eru 18-35 ára Í ofanálag við andlegt álag blasir við ungu fólki að það muni bera þungann af efnahagslegum afleiðingum þessa faraldurs á komandi árum. Atvinnuleysi er mikið en ungt fólk er tæplega helmingur atvinnulausra hér á landi, enn fleiri ef vinnandi námsfólk sem fær þó engan rétt úr atvinnuleysistryggingasjóði, er tekið með í reikninginn. Hver er framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar fyrir ungt fólk? Það eru blikur á lofti um langtímaafleiðingar faraldursins á framtíðarvinnuafl landsins. Ungt fólk sem er atvinnulaust til lengri tíma býðst færri atvinnutækifæri og lægri laun seinna á vinnuferlinum og ekki þarf að fara mörgum orðum um að atvinnuleysi hefur ekki góð áhrif á geðheilsu. Þetta helst allt í hendur. Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fyrrgreindum fundi að raunveruleg hætta er til staðar á að hluti ungu kynslóðarinnar verði skilinn eftir í þessum faraldri. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tók í sama streng og telur grundvallaratriði að skapa störf, sérstaklega í þágu ungs fólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands sagði að nýta eigi ríkisfjármálin í fjárfestingar; þannig skapist störf og að hér hafi verið lögð áhersla á nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. Á sama tíma gerir fjárlagafrumvarpið aðeins ráð fyrir að atvinnuleysi minnki um 1% milli ára og atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-35 ára, sem nemur tæplega helmingi atvinnulausra, er ekki ávarpað sérstaklega. Þær vonir sem ríkisstjórnin bindur við aðgerðirnar sem forsætisráðherra okkar minntist á skili fleiri störfum á næstunni geta því varla verið ýkja miklar. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú fer að líða að lokum haustannar þessa skólaárs. Sameiginlegt þema meðal margra samnemenda minna er að námið myndi nú ganga aðeins betur ef manni gæti bara liðið aðeins betur. Bugunin er farin að segja til sín en nám og fjárhagsöryggi fer sjaldnast saman enda fjárhagsáhyggjur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskt námsfólk tefst í námi í heilt ár eða meira. Vanlíðan og áhyggjur hafa nefnilega áhrif á virkni, flest fólk hlýtur að hafa fundið fyrir því á eigin skinni. Að draga úr vanlíðan hlýtur því ekki bara að vera heilbrigðismál heldur líka efnahags- og menntamál. Að efna loforð um greiðsluþátttöku ríkisins vegna sálfræðiþjónustu og auka þannig aðgang fólks að þjónustunni ætti að vera forgangsmál. Þá er nauðsynlegt, þegar helmingur atvinnulausra er ungt fólk, að taka atvinnuleysi ungs fólks föstum tökum. Bæði þarf að leiðrétta ósanngjarnar skerðingar á réttindum þess hluta vinnumarkaðarins sem kýs að mennta sig samhliða störfum sínum sem og að fjölga störfum handa þeim sem þegar hafa lokið sinni menntun eða kjósa að mennta sig ekki frekar. Þörf er á sértækum aðgerðum til að koma til móts við ungt fólk í þessum faraldri og sakna ég þess að staða ungs fólks hafi ekki verið greind sérstaklega. -Jóna Þórey Pétursdóttir, meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar