Íþróttir barna eru mikilvægasta lýðheilsumálið Ingvar Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 14:00 Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar