Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 20:31 Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni á netinu hafa borist Barnaheillum á árinu. MYND/GETTY Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira