„Það koma upp aðstæður í lífinu, og þetta eru einar slíkar, þar sem það verður að vera sigurvegari og…. tapari!“
Þetta sagði Jim Carrey í hlutverki Joes Bidens, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í nýjasta þætti af gamanþáttunum Saturday Night Live. Þar stóð hann við ræðupúlt með leikkonuna Mayu Rudolph sér við hlið, en hún var í hlutverki Kamölu Harris, nýkjörins varaforseta.
Í myndbandinu leikur Carrey hinn nýkjörna forseta, sem virðist staðráðinn í því að nudda Donald Trump, fráfarandi forseta, upp úr tapi hans í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum, en atriðið hefur vakið mikla athygli á netinu.
Trump er reyndar á því að hann hafi alls ekki tapað kosningunum, og segir að víðtæk kosningasvik hafi tryggt Biden sigur í kosningunum. Hann hefur þó ekki fært sönnur fyrir þeim ásökunum.
Sjón er sögu ríkari, en myndbrotið af Carrey og Rudolph í hlutverki nýkjörins forseta og varaforseta má sjá hér að neðan.
Joe and Kamala have a message for Donald Trump. pic.twitter.com/ybrPtFAyQM
— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) November 8, 2020