Feður og fæðingar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 07:00 Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa jafna möguleika á vinnumarkaði og geta þroskað hæfileika sína óháð kyni. Aukið jafnrétti og aukin atvinnuþátttaka kvenna á vinnumarkaði stuðlar að hagvexti og bættum lífskjörum. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að þau fyrirtæki sem stuðla að fjölbreytni á vinnustað séu eftirsóknarverðir vinnustaðir og standi almennt betur að vígi. Fæðingarorlofslöggjöfin setti tóninn fyrir það sem áunnist hefur á vinnumarkaði og varðar jafnrétti kynjanna undanfarna áratugi. Tuttugu ár eru liðin frá því að lög voru sett um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin þóttu býsna framsækin, þar sem fæðingarorlof var lengt úr sex mánuðum í níu auk þess sem feðrum var veittur sjálfstæður réttur til þess að taka slíkt orlof. Áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en á hinum Norðurlöndunum. Nú liggur fyrir frumvarp til laga þar sem lagðar eru til breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Helstu nýmælin eru að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og að skipting fæðingarorlofsréttar verði sem jöfnust milli foreldra. Slík tilhögun er talin best til þess fallin að ná markmiði laganna sem er eftir sem áður, að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að sinna bæði vinnu og fjölskyldu. Tillögurnar kveða á um að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en verði heimilt að framselja einn mánuð á milli þeirra sé þess óskað. Því getur annað foreldrið tekið fæðingarorlof í sjö mánuði en hitt í fimm. Talið er að jöfn skipting fæðingarorlofs eigi að tryggja sem best jafna möguleika foreldra á að annast barn sitt í fæðingarorlofi þangað til barnið kemst inn á leikskóla án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á vinnu foreldris. Tilgangur laganna snýr því ekki einvörðungu að því að vernda heilsu móður og barns, heldur líka að bregðast við þróun á vinnumarkaði þar sem atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt samhliða aukinni menntun þeirra. Í umsögnum um frumvarpið og í umræðunni hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika, jafnvel algjöru valfrelsi við skiptingu fæðingarorlofsmánaða. Þetta eru réttmætar ábendingar. Í fullkomnum heimi ætti valfrelsi við skiptingu fæðingaorlofa milli foreldra að vera sjálfsögð. Því miður er hins vegar margt sem bendir til þess að sú leið myndi ýta undir enn ójafnari nýtingu á fæðingarorlofi og þar með aukið á kynjamisrétti. Undanfarin tuttugu ár hafa feður einungis tekið það þriggja mánaða fæðingarorlof sem þeim er eyrnamerkt en mikill meirihluti mæðra tekur það sem eftir stendur. Algengt er að mæður dreifi fæðingarorlofinu og lengi þar með fjarveru frá störfum til að brúa umönnunarbilið fram að leikskóla. Það leiðir óhjákvæmilega til mun lengri fjarveru kvenna frá störfum en karla vegna barneigna. Í Noregi var sjálfstæður réttur feðra styttur úr fjórtán vikum í tíu árið 2014. Samhliða þeirri breytingu drógu feður hins vegar úr sinni orlofstöku. Fjórum árum síðar var réttur feðra lengdur á ný og er nú fimmtán vikur í Noregi. Talið er að fæðingarorlof feðra sé sú einstaka aðgerð sem hefur mest áhrif haft til aukins jafnréttis á íslenskum vinnumarkaði. Skilgreint fæðingarorlof feðra leiðir til þess að feður nýta fæðingarorlof sitt, sem hefur í framhaldi áhrif á staðalímyndir og viðhorf á vinnumarkaði og ekki síður innan veggja heimilisins. Þá er ýmislegt sem bendir til þess að taka feðraorlofs leiði til aukinnar þátttöku feðra í umönnun barna sinna, ákvarðana um framtíð og velferð þeirra og betri tengsla milli barna og feðra eftir að orlofinu lýkur. Það hefur svo aftur áhrif á hlutverk og staðalímyndir í þá átt að sjálfsagt sé að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á tekjuöflun og umönnun barna. Í hinum fullkomna heimi væri valfrelsi forelda við skiptingu fæðingarorlofs sjálfsögð réttindi. Í raunheimi er hætt við að slíkt gæti valdið afturför í jafnréttismálum og myndi færa samfélag okkar til í átt að þeim tíma sem ekkert okkar vill hverfa aftur til. Því miður erum við ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en við færumst sífellt nær takmarkinu. Við getum verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur á Íslandi. Höldum áfram á sömu braut. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun