Jude Bellingham er ekki nafn sem margir knattspyrnuáhugamenn þekkja en nú eru fjögur af stærstu félögum í heimi að sækjast eftir kröftum hans fyrir næstu leiktíð.
Bellingham er talinn einn efnilegasti leikmaður Englands en hann hefur leikið 32 leiki í ensku B-deildinni á leiktíðinni. Hann er miðjumaður og hefur komið að sjö mörkum; skorað fjögur og lagt upp þrjú.
Nú segja enskir fjölmiðlar að fleiri stórlið hafi bæst í hóp þeirra sem vilja klófesta þennan unga Englending í sumar. Manchester United og Chelsea eru þau tvö lið á Englandi sem vilja Jude en Bayern Munchen og Borussia Dortmund eru einnig talin áhugasöm.
Choices! Choices!
— BBC Sport (@BBCSport) March 16, 2020
Birmingham City striker Jude Bellingham is struggling to decide between four HUGE clubs.
Latest #football gossip https://t.co/llIRyunmNS #bbcfootball pic.twitter.com/ZolhNRIZ6b
Talið er að öll liðin séu tilbúin að borga 30 milljónir punda fyrir Englendinginn en hann er talinn velja milli þessara stórliða í sumar.
Birmingham er í 16. sæti ensku B-deildarinnar með 47 stig en deildin er sem kunnugt er í hléi vegna kórónuveirunnar.