„Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2020 16:31 Gauti lét krossfesta sig á jólatónleikum sínum um árið. „Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.” Jól Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
„Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.”
Jól Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira