Flóttabörnin sem ekki fá að tala Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 16:01 Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun