Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 11:42 Ferðamenn eru sjaldgæf sjón þessi misserin, sem vegur þyngst í tölum Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar. Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira