Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 20:39 Boris Johnson er að vonum ánægður með að bólusetningar séu að hefjast en hefur engu að síður hvatt tli þess að menn séu ekki of bjartsýnir um viðsnúning. epa/Neil Hall Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Ákvörðun breskra eftirlitsaðila að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech hefur vakið nokkurn pirring utan landsteinanna, ekki síst sú staðreynd að Bretar hreykja sér nú að því að hafa tekið forystu í slaginum við kórónaveiruna. Viðskiptaráðherrann Alok Sharma tísti t.d. að Bretland hefði leitt baráttu mannkynsins við Covid-19 með því að vera fyrst til að gera samning við Pfizer og BioNTech og verða fyrst til að nota bóluefnið. „Af hverju er svona erfitt að horfast í augu við að þetta mikilvæga skref er alþjóðlegt átak og velgengni?“ spurði Andreas Michaelis, sendiherra Þýskalands í Bretlandi. „Mér finnst þetta ekki vera einnar þjóðar mál, þrátt fyrir að þýska fyrirtækið BioNTech hafi átt stóran hlut að máli. Þetta er evrópskt og þvert á Atlantshafið.“ Why is it so difficult to recognize this important step forward as a great international effort and success. I really don't think this is a national story. In spite of the German company BioNTech having made a crucial contribution this is European and transatlantic. https://t.co/SE4XDG4P0o— Andreas Michaelis (@GermanAmbUK) December 2, 2020 Mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, virtist á sama máli og sagði tilvist bóluefnisins að þakka sáttmála Evrópuríkjanna um að standa saman að kaupum á bóluefnum í þróun. Bretar stóðu utan þess samstarfs. Spahn var einnig í hópi þeirra evrópsku embættismanna sem hörmuðu að Bretar hefðu þjófstartað og sagði mikilvægt að tryggja traust almennings á ferlinu á bakvið ákvörðunina um að heimila notkun á mögulegum bóluefnum. Ríki innan Evrópusambandsins eru tæknilega séð ekki skuldbundin til að bíða eftir ákvörðun eftirlitsaðila ESB en hafa verið varaðir frá því að fylgja í fótspor Breta og gefa út svokallaða neyðarheimild. Bresk stjórnvöld hafa tryggt sér 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, nóg fyrir 20 milljónir manna. 800 þúsund skammtar verða reiðubúnir til notkunar í næstu viku en starfsmenn og íbúar dvalarheimila verða í forgangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira