Misstórir reikningar smábarna Katrín Atladóttir skrifar 15. desember 2020 09:00 Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun