„Þetta er bara slysagildra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:14 Sjö ára sonur Jóns og Rúnu við opið á holræsinu í dag, þar sem hann var á ferð í fylgd foreldra sinna. Rúna Gunnarsdóttir Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar. Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón. Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón.
Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira