Ticketmaster greiðir milljarð til að forðast ákærur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:20 Ticketmaster hefur oft verið umdeilt og átti meðal annars í útistöðum við rokksveitina Pearl Jam á tímabili. Bandaríska miðasölufyrirtækið Ticketmaster hefur samþykkt að greiða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa brotist inn í tölvukerfi keppinautar. Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira