Vilja beinar greiðslur til Bandaríkjamanna vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 23:12 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, við ræðupúlt í Hvíta húsinu með Donald Trump forseta í dag. Þeir vilja að Bandaríkjaþing samþykki risavaxna efnahagslega innspýtingu á allra næstu dögum. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn gæti veitt landsmönnum sem verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum vegna kórónuveirufaraldursins beinar peningagreiðslur samkvæmt hugmyndum að risavöxnum aðgerðapakka sem á að blása lífi í hagkerfið. Hvíta húsið og Bandaríkjaþing ræða nú um efnahagsinnspýtingu sem gæti orðið stærri en sú sem var samþykkt eftir fjármálahrunið árið 2008. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, segist fylgjandi hugmyndunum um beingreiðslur til almennings til að hjálpa honum að standa af sér efnahagslegar þrengingar sem eru fyrirséðar vegna faraldursins. Fyrirtæki hafa víða gripið til uppsagna vegna minnkandi eftirspurnar. „Við erum að skoða að senda Bandaríkjamönnum ávísanir strax. Og ég meina strax, á næstu tveimur vikum,“ sagði Mnuchin við fréttamenn í dag. Alls gæti neyðarpakkinn hljóðað upp á allt að milljón milljónir dollara, að sögn Washington Post. Það væri þá stærsti neyðarpakki stjórnvalda frá því í kreppunni miklu á fyrri hluta 20. aldar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í honum felst meðal annars neyðaraðstoð við flugfélög og hótel sem hafa orðið sérstaklega illa úti vegna ferðatakmarkana sem komið hefur verið á víða um heim. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, lofar því að þingmenn muni sitja við þar til þeir hafi samþykkt frekari efnahagslegar aðgerðir ofan á þær sem fulltrúadeildin samþykkti um helgina og eru smærri í sniðum. Það frumvarp felur meðal annars í sér veikindaleyfi fyrir launafólk, frekari rétt fólks til atvinnuleysisbóta auk fjármuna til að styðja börn og eldri borgara sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Markaðir tóku við sér í dag eftir hafa verið í nær frjálsu falli undanfarna daga og er það rakið til væntinga til aðgerðapakka stjórnvalda. DOW-vísitalan hækkaði um þúsund stig í dag eftir verðfall í gær sem var það versta frá markaðshruni árið 1987, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa hátt í sex þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og um hundrað manns látið lífið. Fáir hafa þó verið skimaðir fyrir veirunni fram að þessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríkjastjórn gæti veitt landsmönnum sem verða fyrir efnahagslegum skakkaföllum vegna kórónuveirufaraldursins beinar peningagreiðslur samkvæmt hugmyndum að risavöxnum aðgerðapakka sem á að blása lífi í hagkerfið. Hvíta húsið og Bandaríkjaþing ræða nú um efnahagsinnspýtingu sem gæti orðið stærri en sú sem var samþykkt eftir fjármálahrunið árið 2008. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, segist fylgjandi hugmyndunum um beingreiðslur til almennings til að hjálpa honum að standa af sér efnahagslegar þrengingar sem eru fyrirséðar vegna faraldursins. Fyrirtæki hafa víða gripið til uppsagna vegna minnkandi eftirspurnar. „Við erum að skoða að senda Bandaríkjamönnum ávísanir strax. Og ég meina strax, á næstu tveimur vikum,“ sagði Mnuchin við fréttamenn í dag. Alls gæti neyðarpakkinn hljóðað upp á allt að milljón milljónir dollara, að sögn Washington Post. Það væri þá stærsti neyðarpakki stjórnvalda frá því í kreppunni miklu á fyrri hluta 20. aldar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í honum felst meðal annars neyðaraðstoð við flugfélög og hótel sem hafa orðið sérstaklega illa úti vegna ferðatakmarkana sem komið hefur verið á víða um heim. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, lofar því að þingmenn muni sitja við þar til þeir hafi samþykkt frekari efnahagslegar aðgerðir ofan á þær sem fulltrúadeildin samþykkti um helgina og eru smærri í sniðum. Það frumvarp felur meðal annars í sér veikindaleyfi fyrir launafólk, frekari rétt fólks til atvinnuleysisbóta auk fjármuna til að styðja börn og eldri borgara sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. Markaðir tóku við sér í dag eftir hafa verið í nær frjálsu falli undanfarna daga og er það rakið til væntinga til aðgerðapakka stjórnvalda. DOW-vísitalan hækkaði um þúsund stig í dag eftir verðfall í gær sem var það versta frá markaðshruni árið 1987, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa hátt í sex þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og um hundrað manns látið lífið. Fáir hafa þó verið skimaðir fyrir veirunni fram að þessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36 Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nýr tónn í Trump Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Það breyttist í gær. 17. mars 2020 12:36
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti niður í núll Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og boðaði 700 milljarða dala innspýtingu í efnahagslíf landsins vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 22:15