Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 12:15 Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki með Everton. Getty/Tony McArdle Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. Enska úrvalsdeildin mun ekki byrja aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun maímánaðar en deildin er staðráðin í því að klára leiktíðina í stað þess að flauta hana af vegna kórónuveirunnar. Sumir leikmenn hafa samt smá áhyggjur af því að enska úrvalsdeildinni muni fara of snemma af stað og að það væri betra að spila frekar lengur. Morgan Schneiderlin, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, er sannfærður um að allir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúnir að spila leikina þó að tímabilið færist fram á haustið. Enska úrvalsdeildin er að skoða ýmsar sviðsmyndir til að ná að klára tímabilið en 1. júní er nú sá dagur sem er nefndur sem mögulegur upphafsdagur og markmiðið væri svo að klára tímabilið á sex vikum. Premier League players ready to play until August, says Morgan Schneiderlin https://t.co/pgnLUTlEP2 pic.twitter.com/B7Se7pOpXJ— Mirror Football (@MirrorFootball) March 22, 2020 Everton er með það á sinni áætlun að hefja aftur æfingar 17. apríl næstkomandi eða eftir um 25 daga. Morgan Schneiderlin er hins vegar á því að það sé of snemmt og að allir á Englandi þurfi lengri tíma til að komast í gegnum þetta ástand. „Yfirvöld munu taka bestu ákvörðunina í stöðunni. Fótboltinn er í öðru sæti og við þurfum öll að aðlagast breyttum aðstæðum,“ sagði Morgan Schneiderlin í viðtali við Mirror. „Félagið hefur látið okkur vita að stefnan sé sett á að hefja æfingar aftur 17. apríl. Það finnst mér aðeins of snemmt. Við erum tilbúnir til að spila fram í ágúst sé þörf á því,“ sagði Schneiderlin. „Ég veit að það getur orðið erfitt vegna samninga sumra leikmanna sem eru að renna út í lok júní. Ég vona að leikjum verði frestað aðeins lengur þannig að ég geti spilað aftur á þessu tímabili,“ sagði Schneiderlin.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira