Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 13:09 Flugvélar lagðar við Zaventem-flugvöll í Brussel. Verulega hefur dregið úr flugumferð eftir að ríki komu á ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36