Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:39 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna hafa rætt allar mögulegar og ómögulegar aðgerðir sem hugsanlega væri hægt að grípa til í ljósi stöðunnar. Vísir/Vilhelm Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór. Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Alþýðusambandið hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um tímabundna lækkun eða frestun á greiðslu mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og um frestun launahækkana sem taka gildi í dag. Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. Samtal hefur staðið yfir um hvernig megi finna leiðir til að draga úr áhrifum kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaðinn. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Hlutabótaúrræðið svokallaða er langastærsta aðgerðin sem ráðist hefur verið í hvað snýr að vinnumarkaðnum á þessum erfiðum tímum. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þar að auki rætt ýmsar aðrar leiðir að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Við höfum verið að velta öllum mögulegum og ómögulegum hliðum þessa fyrir okkur í mjög þéttu samráði innan ASÍ,“ segir Drífa. Meðal annars hafi komið ósk frá Samtökum atvinnulífsins um að fresta greiðslum mótframlags í lífeyrissjóðs. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Verkalýðshreyfingin hafi stutt ýmsar aðgerðir, meðal annars hlutabótaúrræðið, þótt það feli í sér ákveðna kjaraskerðingu, en það að fresta boðuðum launahækkunum hugnist þeim ekki. „Að fara svo að krukka í kjarasamninga í ofanálag er stærri biti heldur en við vorum tilbúin til að kyngja,“ segir Drífa. Verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á að taka samtalið í stærra samhengi með samtali við stjórnvöld og aðra aðila vinnumarkaðarins, svo sem verkalýðsfélög hjá hinu opinbera. Grafalvarleg staða á vinnumarkaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði. „Eftir óformlega viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars síðastliðinn hefur núna borist afdráttarlaust svar þess efnis að Alþýðusambandið ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar,“ segir Halldór. Þetta sé að gerast á sama tíma og yfir 25 þúsund manns hafi sótt um hlutaatvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þar sem langstærstur hluti hefur verið færður niður í 25% starfshlutfall. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg þegar að 25 þúsund manns eru að sækja um hlutaatvinnuleysisbætur og um 15 þúsund til viðbótar eru á atvinnuleysisskrá, samtals 40 þúsund manns,“ segir Halldór alvarlegur í bragði. „Það er í þessu andrými sem Alþýðusambandið hafnar tillögum Samtaka atvinnulífsins.“ Launahækkanir sem kveðið var á um í lífskjarasamningnum svokallaða taka gildi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson segir mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki að standa undir þeim launahækkunum í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin.Vísir/Vilhelm Það sé því miður óhjákvæmilegt að fleiri fyrirtæki muni neyðast til þess að grípa til uppsagna. „Aðgerð okkar og samtal okkar við verkalýðshreyfinguna hefur öðrum þræði snúist um það að verja störf í íslensku samfélagi. Að fólk geti mætt til vinnu og fengið laun hjá sínum atvinnurekanda. Það er óhjákvæmilegt að hækkun launakostnaðar mun ekki styrkja stöðu launafólks á tímum sem þessum og launahækkun ofan í það efnahagsástand sem nú ríkir mun fyrirséð leiða til frekari uppsagna en ella hefði orðið,“ segir Halldór. Hann telji einsýnt að hægt sé að ná einhverju samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um þetta. Fordæmi þekkist frá undanförnum árum þar sem vel hafi gengið að ná samkomulagi hjá SA og Alþýðusambandinu. Sambærileg staða hafi komið upp 2009 þegar SA og ASÍ hafi í sameiningu komist að ákveðinni lausn. „Þá voru kjarasamningarnir aðlagaðir að því breytta ástandi sem upp var komið og það hafði mikil áhrif til að lina höggið á vinnumarkaðinn og draga úr fjölda uppsagna. Því eru það auðvitað vonbrigði að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin í slíkar aðgerðir sem hún var sannarlega tilbúin að fara í í kjölfar hrunsins og ég tel það miður,“ segir Halldór.
Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira