Fyrirtæki Trump biður ríkisstjórn hans um neyðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 23:21 Hótel Donald Trump í Washington DC. Getty/Mark Wilson Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira