Innlent

Hvalur hf. veiðir ekkert í sumar

Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa
Hnúfubakur á Skjálfandaflóa. Hnúfubakar eru ekki á lista yfir tegundir sem heimilt er að veiða.
Hnúfubakur á Skjálfandaflóa. Hnúfubakar eru ekki á lista yfir tegundir sem heimilt er að veiða. Vísir/Vilhelm

Hvalur hf. mun ekki veiða neinn hval í sumar, annað árið í röð. 

Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag, þar sem haft er eftir Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals, að fyrirtækið ráði ekki við samkeppni við niðurgreiddar hvalaafurðir Japana.  Kristján segir að veiðar Japana séu svo mikið niðurgreiddar að verð afurða skipti útgerðar engu máli.

Þó væri nánast vonlaust að hefja veiðar og vinnslu vegna kórónuveirufaraldursins þó markaðir í Japan væru hagstæðari.

Rannsóknir á hvalaafurðum eru þó í fullum gangi, að sögn Kristjáns, þar sem m.a. eru kannaðir möguleikar á nýtingu langreyðarkjöts í fæðubótarefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×