Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 23:00 Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00