Sex ár í dag síðan Steven Gerrard rann á rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 13:00 Steven Gerrard gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir mistökin á móti Chelsea vorið 2014. Hann hefur heyrt oft um þetta síðan og þar á meðal í dag þegar sex ár eru liðin frá því að hann rann á rasinn fyrir fram Kop stúkuna. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Steven Gerrard spilaði í sautján ár með aðalliði Liverpool og vann fjölda titla með félaginu þar á meðal Meistaradeildina árið 2005. Hann varð aftur á móti aldrei enskur meistari. Liverpool er enn að bíða eftir fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1990. Næst komst Steven Gerrard enska meistaratitlinum vorið 2014 þegar Liverpool liðið var komið í lykilstöðu á lokasprettinum en varð á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Manchester City. 27. apríl 2014 var mikill örlagadagur fyrir Liverpool liðið og þá sérstaklega Steven Gerrard sjálfan. Gerrard er líka endalaust minntur á þennan dag þegar hann rann á rassgatið í leik á móti Chelsea á Anfield. Liverpool liðið átti bara eftir þrjá leiki og hafði spilað sextán leiki í röð án þess að tapa. Liverpool hafði unnð ellefu leiki í röð þegar Chelsea kom í heimsókn á Anfield. Liverpool komst á toppinn eftir 3-2 sigur á Manchester City tveimur vikum áður þar sem Steven Gerrard kallaði á alla leikmenn liðsins eftir leikinn og ræddi við þá í einum hóp út á velli. jónvarpsvélarnar náðu því þegar hann sagði: „This does not f*cking slip now!“ eða „Við látum þetta ekki renna okkur úr greipum núna,“ á íslensku. The moment that will haunt Steven Gerrard forever. Six years ago today. pic.twitter.com/1kmxp2Bh9L— B/R Football (@brfootball) April 27, 2020 Liverpool þurfti bara á sjö stigum að halda út úr síðustu þremur leikjum sínum sem voru á móti Chelsea, Crystal Palace og Newcastle. Öll staðan breyttist hins vegar þegar Steven Gerrard flaug á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea fyrsta markið á silfurfati. Chelsea bætti við öðru marki í uppbótartíma og vann leikinn 2-0. Manchester City var nú aftur með þetta í sínum höndum og tryggði sér titilinn með því að vinna síðustu leiki sína. ON THIS DAY 6 YEARS AGO: THAT famous Steven Gerrard slip happened and Demba Ba showed no remorse... pic.twitter.com/116C2Bcn9P— ODDSbible (@ODDSbible) April 27, 2020 Steven Gerrard og félagar misstu af titlinum og ári síðar lék hann síðasta leik fyrir Liverpool. Hann náði því aldrei að verða enskur meistari. Það sem gerir þetta illt verra er að stuðningsmenn andstæðinga Liverpool elska það að ein stærsta hetjan í sögu Liverpool liðsins hafi runnið á rassinn á úrslitastundu. Þeir eru því duglegir að syngja um klúður Steven Gerrard sem er einnig reglulega minntur á þennan örlagadag í hans lífi. „Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“ .@dembabafoot v Liverpool. Six years ago today! pic.twitter.com/SR2aJfr5wP— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 27, 2020
„Steve Gerrard, Gerrard, He slipped on his f*cking arse, He gave it to Demba Ba, Steve Gerrard, Gerrard.“
Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira