„Hærri prósentutala en við höfum nokkurn tímann séð áður á Íslandi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 14:00 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Visir/Baldur Hrafnkell/Vilhelm Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam 46 milljörðum króna í nóvember og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. 17 prósent af veltunni var í formi netverslunar og er það hærri tala en nokkurn tímann hefur sést hér á landi. Stór hluti jólaverslunar fer fram í nóvember og skipta þar afsláttardagar á borð við svokallaðan „svartan föstudag“ (e. Black Friday) og „dag einhleypra“ (e. singles day) miklu máli. „Það sem ýtir undir þetta líka er það að Covid leiddi til þess að það voru miklar fjöldatakmarkanir inni í búðunum allan nóvember þannig að gífurlega stór verslunar á þeim tíma fór fram á netinu. 17 prósent af veltu í smásölu í nóvember var í formi netverslunar og það er hærri prósentutala en við höfum nokkurn tíman séð áður á Íslandi,“sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtaka Verslunar og þjónustu. 46 milljarða velta í nóvember Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam rúmum 46 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. Þessi mikla verslun á netinu, er hún komin til að vera eða var þetta einstakt tilvik vegna Covid-19 faraldursins? „Það er góða spurningin og það náttúrulega verður framtíðin að leiða í ljós. Það liggur hinsvegar fyrir að við höfum verið eftirbátar nágrannalanda okkar hvað það varðar. Víða í löndunum sem við berum okkur saman við, Norðurlönd og önnur nágrannalönd, þá ernetverslun orðin mun stærri hluti heildarveltu á smásölumarkaði en hér,“ sagði Andrés. „Þannig ég hef trú á því að þetta gangi eitthvað til baka en það liggur hins vegar alveg klárt fyrir að stærri og stærri hluti verslunar mun fara fram á netinu.“ Jól Verslun Neytendur Tengdar fréttir Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57 Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stór hluti jólaverslunar fer fram í nóvember og skipta þar afsláttardagar á borð við svokallaðan „svartan föstudag“ (e. Black Friday) og „dag einhleypra“ (e. singles day) miklu máli. „Það sem ýtir undir þetta líka er það að Covid leiddi til þess að það voru miklar fjöldatakmarkanir inni í búðunum allan nóvember þannig að gífurlega stór verslunar á þeim tíma fór fram á netinu. 17 prósent af veltu í smásölu í nóvember var í formi netverslunar og það er hærri prósentutala en við höfum nokkurn tíman séð áður á Íslandi,“sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtaka Verslunar og þjónustu. 46 milljarða velta í nóvember Velta Íslendinga í verslunum innanlands nam rúmum 46 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri í einum mánuði. Þessi mikla verslun á netinu, er hún komin til að vera eða var þetta einstakt tilvik vegna Covid-19 faraldursins? „Það er góða spurningin og það náttúrulega verður framtíðin að leiða í ljós. Það liggur hinsvegar fyrir að við höfum verið eftirbátar nágrannalanda okkar hvað það varðar. Víða í löndunum sem við berum okkur saman við, Norðurlönd og önnur nágrannalönd, þá ernetverslun orðin mun stærri hluti heildarveltu á smásölumarkaði en hér,“ sagði Andrés. „Þannig ég hef trú á því að þetta gangi eitthvað til baka en það liggur hins vegar alveg klárt fyrir að stærri og stærri hluti verslunar mun fara fram á netinu.“
Jól Verslun Neytendur Tengdar fréttir Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57 Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. 23. desember 2020 19:57
Segir tilslakanir hafa gríðarlega þýðingu fyrir rekstraraðila Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti. 8. desember 2020 18:47