Lög um snjallfarsímaeign barna og ungmenna? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 12. janúar 2021 07:02 Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar