Starfsmanni í Skarðshlíðarskóla sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 15:55 Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði. Starfsmanni við Skarðshlíðarskóla hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skólastjóri í Skarðshlíðarskóla hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira