Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 11:15 Tímamót í dag. Davíð, sem sjálfur fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, kveður Trump að hætti hússins. vísir/samsett „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“ Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“
Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01